5.7 C
Reykjavik
Þriðjudagur, 22 júní, 2021

Virkar þráðlausa netið illa? Við getum hjálpað.

Margir hafa lent í veseni með netið heima nú þegar vinna þarf heima. Þegar allir á heimilinu eru að streyma á sama tíma þá er hætta á því að þráðlausa netið og jafnvel snúrutenging dugi ekki og allt hökkti. Þetta kemur fyrir þó að fólk sé með hröðustu tengingu sem finnst.

Sannleikurinn er sá að sá búnaður sem flest símafélögin bjóða uppá og leigja til viðskiptavina er alls ekki hannaður fyrir að allir séu að streyma, vinna eða spila á sama tíma.

Þá skiptir engu máli hvað þú ert með hraða ljósleiðaratengingu. Router eða netbeinir gegnir þarna lykilhlutverki og er flöskuháls. Það er mjög skiljanlegt að símafyrirtækin séu ekki að bjóða bestu routerana til leigu.  Hérna eru nokkrar ástæður fyrir því.

  1. Besti búnaðurinn er dýr og ekkert upp úr því að hafa að leigja hann út
  2. Ef allir fá besta búnaðinn þá gæti þurft að takmarka hraða á netinu á álagstímum til að allir geti tengst. ( Net throttling þekkt aðferð erlendis )
  3. Einfaldur búnaður getur gengið í mörg ár þar sem kröfurnar eru ekki miklar eða fólk er seint til vandræða.  Hann getur borgað sig upp margoft fyrir símafyrirtækin.

Munurinn á nýjasta búnaðinum og þeim sem símafyrirtækin eru að bjóða er m.a.

  1. MU-MIMO sem gerir það að verkum að allt að 30 aðilar geta verið að streyma á sama tíma með sama hraða á þráðlausu neti.
  2. Frábærar aðgangsstýringar fyrir foreldra þar sem hvert tæki getur haft sína tímastillingu í klukkutímum ( Playstation opin 1 klst á dag ) eða tímabili ( milli 1 og 3)
  3. Mesh system sem býður upp á að setja upp endurvarpa hvar sem er í húsinu hvort sem þar eru fyrir tölvulagnir eða ekki og alltaf hægt að bæta við endurvarpa ef uppá vantar.
  4. Forgangsstýringar. Ef pabbinn eða mamman er að vinna heima er hægt að setja þeirra tölvur í forgang þannig að þegar krakkarnir koma heim og byrja á Youtube þá halda tölvurnar hjá þeim sem forgangs njóta og eru að vinna, hraða og tengingu, án þess að að hökkta.

Við hjá takkar.is sérhæfum okkur í sölu á búnaði með uppsetningu. Það tryggir að þú færð alltaf búnað sem virkar. Við komum í heimsókn og skoðum aðstæður og gerum tillögu um búnað og uppsetningu. Ef við náum saman um verð og þjónustu sækjum við búnaðinn og setjum upp.

Fyrsta heimsóknin kostar 5000 kr. En ef þú kaupir búnað af okkur og uppsetningu þá er fyrsta heimsóknin ókeypis og þú greiðir aðeins fyrir uppsetningu og kennslu.

Símafyrirtækin eru að leigja viðskiptavinum búnað frá 2000 kr. á mánuði sem þýðir 24000 krónur á ári að lágmarki.  Okkar búnaður er allur hannaður til þess að virka vel með uppfærslum svo árum skiptir þannig að aðeins tækniframfarir gera búnaðinn úreltan. En ekki hafa áhyggjur, eðlileg endurnýjun er yfirleitt á þriggja ára fresti þannig að til að koma út á sléttu með miklu betra net þá má kostnaðurinn við uppsetningu á eigin búnaði vera allt að 72000 krónur.

Símafyrirtækin nota sinn búnað mun lengur en það þannig að við skiljum vel að þeir reyni að halda fólki með gömlu hægu routerana.

Okkar lausnir eru svo góðar að við bjóðum fulla endurgreiðslu ef netið virkar ekki eftir okkar uppsetningu. Við miðum við lágmark 20 mb /sec á þeim stað þar sem netið er hægast. En milli 300 mb og 900 mb þar sem netið er hraðast. Allt miðast þetta við að ljósleiðari sé í húsið og 1 gb tenging frá símafyrirtæki.

Hafðu samband og sendu okkur póst á takkar@takkar.is

Nýjustu greinarnar

Samsung Terrace útisjónvarp og útihljóðstöng.

Samsung Terrace. Hvenær kemur það á klakann?

Virkar þráðlausa netið illa? Við getum hjálpað.

Margir hafa lent í veseni með netið heima nú þegar vinna þarf heima. Þegar allir á heimilinu eru...

Google Nest Hub Max, stóri snjallhátalarinn sem sér allt

Flottur í útliti og frábær í notkun.... Þegar maður er heima meira en venjulega eins og akkurat núna...

Snjallheimilið— hvar á ég að byrja?

Langar þig að gera þitt heimili að snjallheimili? Ein leið til að byggja upp snjallheimili er að kaupa...

Similar articles

Fá fréttabréf og tilboð