8.9 C
Reykjavik
Mánudagur, 21 júní, 2021

Á hljóð að vera WIFI, Bluetooth eða tengt með snúru?

Þú hefur fleiri valkosti en nokkru sinni fyrr þegar kemur að uppsetningu hátalara heima fyrir. En raunverulega spurningin er: Ættirðu að kaupa snúrutengda hátalara, wifi hátalara eða Bluetooth hátalara? Hvað með blöndu af þeim þremur? Hér er gerð grein fyrir mismunandi aðferðum sem þessir þrír staðlar taka til hvað varðar hljóð og hverjir kostir og gallar hvers og eins eru.

Þegar kemur að umræðu um hljóð er hægt að skella niður nánast takmarkalausum fjölda orða með þeim rökum að ein uppsetning sé betri en önnur. Við munum nefna hljóðgæði hér, en ekki fara mjög djúpt. – vertu bara meðvitaður um að þú getur rannsakað þetta mun betur og fundið miklu ýtarlegri upplýsingar, ef það er forgangsverkefni þitt.

Við munum gera grein fyrir mismunandi sviðum þar sem þú gætir þurft á snúru, Bluetooth eða wifi hátalara að halda og útskýra hvað gæti hentað best fyrir hvern og einn. Allir vilja eitthvað öðruvísi en venjulega heima uppsetningu á hljóði, en þessi grein mun beina þér í rétta átt.

Snúrutengdir hátalarar.

Almennt eru hátalarar með snúru með bestu hljóðgæðin – ef ekki alltaf hvað varðar hámarks gæði, þá hvað varðar stöðugleika. Sambandið milli magnara og hátalara er fast, hratt og stöðugt, án áhrifa af lélegri tengingu, veggjum eða fólki sem gengur í gegnum herbergið. Ef hljómgæði er það sem skiptir þig mestu máli, þá eru hátalarar með snúru vel þess virði að skoða þegar kemur að hlustun á tónlist- og heimabíói.

Gallinn er auðvitað sá að þeir eru óþægilegir í notkun og erfiðara að setja upp. Leggja þarf hátalarasnúrur á milli magnara og hátalara, og þá þarftu annað hvort að sætta þig við utanályggjandi snúrur, eða leggja í vinnu og fyrirhöfn í að fela snúrurnar.

Það er augljóslega miklu, miklu auðveldara að hlusta á tónlist úr tölvu í  þráðlausann hátalara í öðru herbergi – svo miklu auðveldara að þú munt líklega freista þess að gefa eftir smá hljómgæði. Á hinn bóginn, ef þú ert að búa til sérsniðið heimabíó og allt er í sama herbergi, gæti verið þess virði að nota hátalara með snúru og leggja snúruna snyrtilega.

Þegar það kemur að hljómgæðum veitir hefðbundinn magnari með snúru þér enn mesta stjórn á hljóðinu, og hvernig hljóð kemst frá upptökum til hátalarans. Þú þarft ekki að  neinn þráðlausan staðal eða útfærslu og þú getur valið þegar kemur að því að velja þá hluti sem hljóðið fer í gegnum.

Það er spurning hvað þú ert að reyna að gera hvaða valkostur (snúrutengt eða þráðlaust) er í raun betri. Fyrir einfalda, fjölherbergja uppsetningu er vel ákjósanlegt og ódýrara að raða upp þráðlausum snjallhátölurum. Fyrir raunverulegt hágæða-hljóðkerfi fyrir kvikmyndir eða sjónvarp, er snúrutengd tæki meira aðlaðandi.

Fyrir ekki of löngu síðan hefðu hátalarakerfi með snúru auðveldlega unnið fyrir alla sem hafa áhuga á hljómgæðum fyrst og fremst. Samt sem áður, hefur gæðamunurinn minkað með tímanum – Bluetooth og wifi staðlar eru að lagast og nýr búnaður kemur með þessari þráðlausu tækni sem er innbyggð (jafnvel þó að sá vélbúnaður hafi takmarkaðari líftíma).

Bluetooth hátalarar

Bluetooth er þráðlaus tenging tæki við tæki – í þessu tilfelli milli tækisins sem spilar hljóðið og hátalaranns ​​þíns – og það er hraðvirkara að setja upp en WiFi. Kostur: Hátalarakerfið þitt mun áfram virka þegar WiFi er niðri eða þegar það er ekkert WiFi net yfirleitt.

Annar kostur Bluetooth er sá að það krefst ekki mikillar orku að spila í gegnum bluetooth og því eru margir rafhlöðuknúnir hátalarar sem styðja það. Ef þú vilt hafa hátalara án snúru og án rafmagnssnúru, þá er það skynsamlegt að nota Bluetooth.

Síðasti Bluetooth 5 staðallinn er alls ekki kominn í öll ný tæki, en hann býður upp á jafngildi hljóðgæða á við CD, en aðeins í takmarkaðri fjarlægð aðeins um það bil 100 fet (þó veggir og hindranir dragi úr því). Það er líklega nóg fyrir flestar þarfir hjá þeim sem eru ekki hljóð nördar. Sumir hátalarar eru með bæði Bluetooth og Wi-Fi, og þá getur þú valið hvort hentar betur.

Það sem skiptir líka máli við Bluetooth er “Codec” – hvernig hljóðið er þjappað saman – og það getur verið mismunandi eftir sendi- og móttökutækjum. Besta “Codecið” er aptX HD merkjamálið sem styður 24 bita dýpt, 576 kbps bitahraða og 48kHz “samplerate”, þó að vélbúnaðarstuðningur fyrir það geti verið erfiður (Amazon Echo Studio styður Bluetooth en ekki aptX HD til dæmis).

Það er ágætt að átta sig á því að hljómur er ekki mesta forgangsatriðið hjá Bluetooth og þetta er ekki besti kosturinn ef þú vilt hafa bestu mögulegu hljómgæði – podcast, hljóðbækur og einstaka partýblöndu, já, en fyrir upplifun í tónlist og kvikmyndum, eiginlega ekki. Þetta snýst um það að bluetooth treystir á þjöppun og vélbúnaðar stuðning og það kemur niður á hljómgæðum.

Ef þú vilt hágæða Bluetooth-hljóð, leitaðu að aptX HD staðlinum (eða einhverju öðru með jafnháaupplausn) bæði í senditækinu og hátalara. En hreyfanleikinn og þægindin við Bluetooth hefur sína ástæðu: Þú átt hátalara sem þú getur farið hvert sem er og tengst á nokkrum sekúndum án þess að þurfa að skrá þig inn á WiFi.

WiFi hátalarar

WiFi hátalarar eru málamiðlun milli snúru og þráðlausra: laus við snúru, eins og Bluetooth, en venjulega með öruggari tengingu en Bluetooth getur boðið. WiFi getur einnig náð yfir stærra svæði en Bluetooth, svo þú getur spilað lag út um allt hús án þess að hafa áhyggjur af vegalengdum eða sjónlínu. Hvar sem WiFiið þitt nær geturðu notað WiFi hátalara.

Mundu að þráðlausir wifi hátalarar þurfa venjulega (þó ekki alltaf) rafmagnstengingu, svo það mun verða að stýra staðsetningu hvar þú getur komið þeim fyrir. Að fjarlægja hátalarasnúruna frá hljóðgjafanum þýðir ekki alltaf að þú sért alveg laus þegar kemur að því að staðsetja hátalarann þinn í herberginu.

Fyrir utan raunverulegt hljóð hafa WiFi hátalarar bein tengsl við internetið og það getur verið gagnlegt til að fá hugbúnað og fá aðgang að öðrum möguleikum, þar með talið stuðningi við stafræna aðstoðarmenn (t.d. Google Assistance). Það þýðir líka að það er miklu auðveldara að setja upp fjölmarga wifi hátalara á heimilinu fyrir multiroom audio – með Bluetooth ertu venjulega takmarkaður við einn eða kannski tvo hátalara í einu.

Sonos hátalarar, til dæmis, sem vinna yfir WiFi netkerfi, styðja hljóð upp að 16 bita, 1.536 kbps bitrate og 48 KHz sampling rate – það er betra en í CD gæðum. Sonos er ekki eini framleiðandinn á wifi markaðnum, en það gefur þér hugmynd um hvað má búast við – þú þarft ekki endilega að samþykkja minnka gæði ef þú skiptir úr snúrutengdum hátölurum yfir í wifi hátalara.

Aðrir kostir sem WiFi hefur yfir Bluetooth eru gæði og áreiðanleiki: Það er yfirleitt þannig en það fer eftir því hversu gott WiFi þú ert með, en viðbragðstímar og streymi tryggja stöðugleika WiFi hátalara og þeir verða venjulega betri.

Samband þráðlausra hátalara og hljóða (WiSA) samanstendur af meira en 60 rafeindatæknifyrirtækjum sem vinna að því að samræma staðlaða og háupplausn fyrir þráðlausa hátalara, sem bendir til þess að það verði nóg af vörum sem koma í framtíðinni – jafnvel surround sound, og tengingar margra hátalara sem allir þurfa að vera í fullkominni samstillingu.

Nýjustu greinarnar

Samsung Terrace útisjónvarp og útihljóðstöng.

Samsung Terrace. Hvenær kemur það á klakann?

Virkar þráðlausa netið illa? Við getum hjálpað.

Margir hafa lent í veseni með netið heima nú þegar vinna þarf heima. Þegar allir á heimilinu eru...

Google Nest Hub Max, stóri snjallhátalarinn sem sér allt

Flottur í útliti og frábær í notkun.... Þegar maður er heima meira en venjulega eins og akkurat núna...

Snjallheimilið— hvar á ég að byrja?

Langar þig að gera þitt heimili að snjallheimili? Ein leið til að byggja upp snjallheimili er að kaupa...

Similar articles

Fá fréttabréf og tilboð