7.8 C
Reykjavik
Mánudagur, 21 júní, 2021

Sonos er að taka út umdeildan endurvinnsluhnapp  sem ónauðsynlega múraði (bricked) eldri tækin

Sonos er að taka út Recycle Mode, umdeildan hluta í appi fyrirtækisins sem gerði gömul tæki ónothæf í skiptum fyrir 30 prósenta afslátt af nýrri Sonos vöru.

Forritið er enn til og viðskiptavinir sem eiga viðurkenndar eldri vörur geta fengið sama afslátt en þeir þurfa ekki lengur að múra ( brikka )tæki sem annars virka ágætlega.

Með breytingunni veitir Sonos nú viðskiptavinum fulla stjórn á því hvað gerist með eldri græjurnar sem þeir eiga. Þeir geta valið að geyma þær, gefa þær einhverjum, senda í endurvinnslu eða sent þær til Sonos og láta fyrirtækið sjá um ábyrga endurvinnslu. Sonos fjarlægði Recycle Mode úr appinu sínu í síðustu viku á hljóðlátann hátt. Það sem kom í staðinn er orðsending þar sem allir sem vilja nýta afsláttinn eru beðnir að hringja í þjónustuverið. Á næstu vikum mun Sonos uppfæra vefsíðu sína með nýrri orðsendingu og útskýringu í appinu sem inniheldur ekki lengur endurvinnslutakka og þú þarft ekki að hringja í neinn.

Þessi ákvörðun ætti að binda enda á harða gagnrýni sem Sonos stóð frammi fyrir seint á síðasta ári þegar Devin Wilson vakti athygli á Recycle Mode og vakti upp spurningar um sjálfbærni fyrirtækisins. Sonos sagði á sínum tíma að það þvingaði ekki neinn til að taka þátt í þessu og viðskiptavinir sem vildu nota eldri tæki gætu haldið áfram að gera það. En það hélt Recycle Mode á sínum stað fyrir þá sem vildu fá 30 prósenta afsláttinn. Þegar kveikt er á því hefst niðurtalning í 21 dag sem ekki er hægt að stöðva. Þegar 21 dagur er liðinn mun viðkomandi tæki hætta að virka. Sonos sagði að það færi þessa leið til að tryggja að gögnum neytenda væri eytt um leið.

Nú mun Sonos í staðinn hvetja viðskiptavini til að framkvæma endurstillingu áður en þeir koma með gamla búnaðinn sinn í endurvinnslu.

Hvaða Sonos vörur eru taldar „úreltar“ og hluti af þessu?

Eldri búnaður sem hægt er að fá afslatt út á eru upprunalega Sonos Play: 5, Zone Players og Connect / Connect: Amp tæki framleidd á árunum 2011 til 2015. Allar aðrar vörur eru taldar nýjar og munu halda áfram að fá hugbúnaðaruppfærslur eftir sem áður.

Eldri vörur fá ekki nýjar hugbúnaðaruppfærslur aðeins öryggisplástra.

Fréttin í dag breytir ekki áformum Sonos um að hætta að gefa út nýjar hugbúnaðaruppfærslur fyrir eldri tæki einhvern tíma í maí. Fyrirtækið fékk svo harða gagnrýni frá viðskiptavinum sínum að forstjórinn Patrick Spence sendi afsökunarbeiðni og sagði „allar Sonos vörur munu halda áfram að virka lengur en fram í maí.“

„Þó að eldri Sonos-vörur fái ekki nýja hugbúnaðaruppfærslur lofum við að halda þeim uppfærðum með villuleiðréttingum og öryggisplástrum eins lengi og mögulegt er,“ skrifaði Spence í janúar. „Ef við lendum í einhverjum vandræðum sem ekki er hægt að leysa, munum við vinna að því að bjóða upp á aðra lausn og láta vita um allar breytingar.

En þeir munu ekki fá neina nýja möguleika og viðskiptavinir sem vilja halda áfram að nota gamlar vörur verða að nota þær frá aðal Sonos kerfinu sínu – annars hætta allar vörur að fá hugbúnaðaruppfærslur. „Við erum að vinna að því að skipta kerfinu þannig að nýjar vörur vinni með eldri og fái nýjustu uppfærslur, og hægt sé að nýta eldri vörurnar áfram eldri vörur“ Talsmaður Sonos ítrekaði að þetta væri áætlunin og sagði að fyrirtækið muni hafa meira að deila á næstu vikum.

Nýjustu greinarnar

Samsung Terrace útisjónvarp og útihljóðstöng.

Samsung Terrace. Hvenær kemur það á klakann?

Virkar þráðlausa netið illa? Við getum hjálpað.

Margir hafa lent í veseni með netið heima nú þegar vinna þarf heima. Þegar allir á heimilinu eru...

Google Nest Hub Max, stóri snjallhátalarinn sem sér allt

Flottur í útliti og frábær í notkun.... Þegar maður er heima meira en venjulega eins og akkurat núna...

Snjallheimilið— hvar á ég að byrja?

Langar þig að gera þitt heimili að snjallheimili? Ein leið til að byggja upp snjallheimili er að kaupa...

Similar articles

Fá fréttabréf og tilboð