8.9 C
Reykjavik
Mánudagur, 21 júní, 2021

Snjallheimilið— hvar á ég að byrja?

Langar þig að gera þitt heimili að snjallheimili?

Ein leið til að byggja upp snjallheimili er að kaupa fullt af íhlutum – skynjara, snjallperur, öryggismyndavélar, hátalarar og ekki hvað… – og tengja þá alla við stjórnstöð sem hjálpar þeim að eiga samskipti sín á milli og við þig í gegnum snjallsímann þinn. En við skulum samt halda okkur á jörðinni. Þú getur eytt miklum peningum og tala ekki um tíma í þetta ef ekki er hugsað aðeins um hvað á að gera og hvernig lausnir henta þér. Fyrir suma er þetta bara of mikið. Ef óskir þínar og þarfir eru einfaldari, munu aðeins nokkrar tiltölulega ódýrar vörur skila flestum þeim þægindum sem snjallheimili þarf og með hóflegum fjárútlátum.

Ef þú gengur úr skugga um að dótið tali sama mál, þá getur þú byggt góðan grunn sem þú getur bætt við með tímanum. Lykilatriðið er að vita hvaða vörur vinna saman og hvaða vörur þurfa á stjórnstöð (Brú) að halda til að virka. Stjórnstöð (brú) býður upp á marga kosti – En það er lang mikilvægast að hafa eitt notendaviðmót til að stjórna öllu eða svo til. Þú verður þó að hafa gott þráðlaust net – helst sem nær í öll horn heimilisins.

Hér eru nokkrar af algengum vörum sem þú getur gert snjöll.

  • Snjalllýsing
  • Snjallirhátalarar
  • Snjallhitastillar
  • Öryggismyndavélar
  • Snjallhljóðkerfi
Philips Hue er brautriðjandinn og getur unnið með mörgum öðrum snjallvörum.

Snjalllýsing
Fyrir flesta sem hafa áhuga á að búa á snjallheimili er lýsing upphafið. Mörg snjalllýsingarkerfi virka án stjórnstöðvar (brú) og eru fær um að eiga í samskiptum sín á milli og við aðra hluti sem eru snjallir. Ljósaperur frá LIFX og TP-Link og Nedis eiga samskipti í gegnum Wi-Fi og sumar aðrar vörur eiga samskipti með Bluetooth í snjallsíma beint og án þess að hafa stjórnstöð.

Philips eru leiðandi á markaðnum með Hue perur og lýsingu. Þó að þeir þurfi ekki á stjórnstöð (brú) að halda þá fylgir stjórnstöðin með öllum byrjunarsettum frá Philips Hue. Philips Hue notar ZigBee staðalinn til að eiga samskipti í gegnum WIFI.

Fullt af öðrum framleiðendum af ljósaperum nota ZigBee staðalinn og geta talað saman, þar á meðal Philips Hue, Cree og Sengled Element og að sjálfsögðu IKEA snjallperurnar. Best er að hafa ZigBee-Wi-Fi brú tengda ef þú ætlar að nota eitthvað af þessum búnaði, til að hægt sé að nota alla möguleika og þægindi. Þessi búnaður getur verið tengdur við snallrofa beint án þess að hafa stjórnstöð, en þá ferðu á mis við allt sem er snjallt í lýsingunni og þú getur ekki notað snjallforrit á símanum þínum. Með brúnni getur stjórnað einni eða öllum þessum snjallperum með forriti í snjallsímanum þínum eða spjaldtölvunni sem þú getur líka notað til að forrita lýsingar og tímasetningar.

Ef mest af lýsingu heimilisins er í loftinu og stjórnað með rofa á vegg gæti þér verið betur borgið með því að skipta út þessum heimsku rofum fyrir snjallrofa. Það er vegna þess að snjallpera verður ekki svo snjöll um leið og þú slekkur með rofanum sem stjórnar henni. Philips Hue, Leviton, TP-Link, Lutron, Ecobee og IKEA ásamt mörgum öðrum framleiðendum framleiða snjallljósrofa sem nota Wi-Fi net og þurfa ekki endilega stjórnstöð. Þú getur googlað kerfið Noon Home sem er fyrir vandláta, en er líka í efri þrepum þegar kemur að verði, sem sagt dýrt ljósastýringarkerfi.

Ef þú ert með lampa fyrir mest af lýsingunni þinni, þá mun snjallinnstunga gera þér kleift að kveikja og slökkva á lampanum – og þú getur svo sett snjallperu í lampann og breytt lýsingu og lit með snjallsímaforriti.

Snjallhátalarar
Hvað er þægilegra en að draga snjallsímann úr vasanum og dimma ljósin á kósíkvöldinu þegar á að fara að horfa á sjónvarpið? Jú að segja bara „Dimm the lights“ og þá gerir snjallhátalarinn það fyrir þig. Þú þarft þá að tengja t.d. Google Home snjallhátalara við snjalllýsinguna. Amazon Echo og Google Home eru leiðandi á markaðnum í þessum vöruflokki. Þótt Amazon Echo hafi haft forystuna undanfarin ár — það hefur lengri reynslu, þá hefur hann ekki gengið nógu vel hér á landi. Ástæðan að við verðum að plata Alexu þannig að hún haldi að við séum annarstaðar en á Íslandi því Amazon hefur ekki opnað enn á Ísland. Google kemur þó mjög sterkur inn og virkar fullkomlega hvort heldur sem er með litlum eða stórum búnaði, með eða án skjás.

Skjár bætir mörgum möguleikum við snjallhátalara. Þú getur horft á kvikmyndir, kíkt í öryggismyndavélina, notað sem myndsímakerfi (innan heimilisins á t.d. á milli hæða) og hringt myndsímtöl um allan heim. (einingar án skjáa geta hringt en ekki með mynd).

Á markaðnum er meira og meira af samhæfðum búnaði frá öðrum framleiðendum sem eru með aðstoðarmenn fyrirtækjanna tveggja – Amazon Alexa og Google Assistant innbyggðum. Ecobee er með Amazon Echo innbyggðan í Ecobee4 snjallhitastilli sínum og Ecobee Switch + snjallrofanum, en Lenovo var fyrst á markað með Google Home innbyggt í skjá. (Lenovo Smart Display).

Og vegna þess að þessir snjöllu hátalarar hafa verið notaðir svo víða af öðrum framleiðendum snjalltækja fyrir heimilið, hafa þeir orðið raunverulegar stjórnstöðvar í sjálfu sér og geta þjónað sem miðlægur samskiptapunktur fyrir allt frá snjalljósum til öryggismyndavéla og myndstrauma frá öryggismyndavélum, tengdum sjónvörpum eða eigin skjá, ef hann er til staðar.

Hitastillar í hvert herbergi…. Þægilegt að koma alltaf í hlýtt herbergi á köldum vetrarkvöldum.

Snjallir hitastillar
Fátt virkar betur að snjallvæða en kynding með snjallhitastillum. Þessi lausn skilar bæði þægindum og sparnaði með betri orkunýtingu. Þessi tæki gera það með að virkja upphitunar- eða kælingaráætlun sem byggist á því hvenær þú gerir ráð fyrir að vera heima. Lausnin getur greint hvenær þú ert heima þannig að loftræsti og ofnakerfi virkar aðeins þegar þess er þörf.

Ecobee4 er sá fullkomnasti á markaðnum. Hann notar skynjara til að benda hitakerfinu á að hita eða kæla miðað við herbergi sem þú ert í á hverjum tíma. Hann getur bæði unnið með snjallhátölurum frá Google og Amazon.

Þessi lausn er hitastillir með skynjara sem þú getur sett í herbergin sem þú notar oftast, þannig að hitastillirinn starfar á grundvelli þess hvar þú ert í húsinu, í staðinn fyrir að kveikja á hita- og kælingu miðað við staðsetning hitastillisins, sem er venjulega á ganginum sem þú gengur í gegnum. Ecobee4 er brautriðjandinn og hann er bæði með skynjara og samþættan Amazon Echo snjall hátalara. Nest Labs er nú í eigu Google og eru að sýna mestu framför þegar þetta er skrifað.

Öryggismyndavélar

Vönduð öryggismyndavél gerir þér kleift að fylgjast vel með heimilinu, sérstaklega meðan þú ert í burtu. Innanhúsmyndavélar geta hjálpað þér að fylgjast með börnum þínum og gæludýrum, en utanhússmyndavélar geta gripið brotamenn glóðvolga áður en þeir hafa unnið tjón – og vonandi bara fyrirbyggjandi með fælingarmátt líka.

Sumar gerðir – frá Ring, Netatmo og Maximus – eru með ljós sem geta lýst upp heimreiðina. Myndavélar sem eru felldar inn í dyrabjöllur geta fylgst með framhliðinni og leyft þér að tala við gesti án þess að þurfa að fara til dyra – eða jafnvel getur þú svarað hvar sem þú ert í heiminum.

Wifi hljóðkerfi
Háþróuð hátalarakerfi með möguleika á að spila í mörgum herbergjum samtímis frá Sonos, Yamaha (MusicCast) og Denon (HEOS), IKEA, og mörgum öðrum, gerir þér kleift að setja hátalara í öll herbergi á heimilinu og þá getur þú streymt tónlist úr eigin safni eða frá netþjónustum eins og Spotify í einn eða alla og jafnvel mismunandi lög í hvern og einn.

Getur þú notað hljóðstöngina við sjónvarpið til að stjórna ljósunum? Það er auðvelt með hátalara eins og Sonos Beam sem er með innbyggða Alexu frá Amazon.
Nokkur fyrirtæki eru með hljóðstangir, sem eru útbúnar þannig að þú getir bætt upplifun þína á sjónvarpi og kvikmyndum þegar þú ert ekki að hlusta á tónlist. Í báðum tilvikum er snjallsími eða spjaldtölva það eina sem þú þarft til að stjórna öllu. Sum Sonos tækin eru með Alexu sem gerir kleift að stjórna öðrum snjalltækjum.

Snjall reyk- og kolmónoxíð skynjari
Hefðbundnir reyk- og kolmónoxíðskynjarar eru í eðli sínu heimsk tæki. Hljóðið úr þeim gæti verið hávært, en ef enginn er heima, hvað á þá að gera? Snjall reykskynjari lætur líka í sér heyra en hann getur einnig sent viðvörun í snjallsímann þinn – og til allra annarra sem þú heimilar að sent sé á, ef hætta er greind.

Nest Labs sem er í eigu Google gerir snjalla reyk- og kolmónoxíðskynjara. Ef þú ert líka með Nest Smart hitastilli, getur reykskynjarinn leiðbeint hitastillinum um að slökkva á loftræstikerfi ef það er eldur, svo að reykur dreifist ekki um allt.
Sumir snjallreykskynjarar, svo sem Nest Protect, eru með innbyggð neyðarljós sem geta hjálpað þér að finna leið út úr reykfylltu heimilinu; aðrir, svo sem nýja First Alert Onelink Safe & Sound, eru með eiginleika eins og samþættan snjallhátalara. Ef þú vilt spara, býður Roost ódýrari kost: Snjalla rafhlöðu sem getur gert núverandi reykskynjara greindari.

Snjallt áveitukerfi
Vatn er dýrmætasta auðlindin okkar. Snjallt áveitukerfi getur hjálpað til við að tryggja að grasið þitt og garðurinn fái nægan raka til að vera fallegt og lifandi. Og af öllum snjallkerfum heimakerfisins sem þú getur fjárfest í, þá er þetta líklega það kerfi sem best er að nota sérstýringu með snjallforriti sem ekki tengist heimilinu.

Orð um IFTTT
IFTTT(ef þetta þá þetta) er eins og að vera með snjalla stjórnstöð í skýinu. Það getur gert þúsundum snjalltækja kleift að hafa samskipti við þúsundir annarra snjalltækja.
Ein öflugasta leiðin til að láta ólík snjalltæki vinna saman er að opna ókeypis reikning hjá IFTTT. Skammstöfunin stendur fyrir „If This Then That,“ ókeypis þjónusta. Þar er aðgerð í einu tæki látin kalla fram aðgerð hjá öðru eða mörgum öðrum tækjum. IFTTT er eins og að vera með aukastýringu á mörgum öðrum snjalltækjum.

IFTTT er frábærlega einfalt í notkun:
Þú býrð bara til það sem kallast applet með því að fara á IFTTT vefsíðuna og smella á þjónustuna eða tækið sem þú vilt nota til að virkja (if this then that), tengir það við IFTTT reikninginn þinn, og þá tengja við þjónustuna eða tækið sem þú vilt að fari í gang þegar hitt er virkjað.

Ef þú vilt láta reyna á það, þá inniheldur IFTTT vefsvæðið þúsundir forstilltra forrita sem þér gæti fundist gagnleg. Eitt, til dæmis, fær Philips Hue snjallaperurnar þínar til að blikka þegar niðurteljarinn sem þú stillir á Google Home klárast. Ef við setjum þetta í orð, „Þegar tímamælirinn á Google Home klárast“ (IF THIS helmingur smáforritsins), þá blikkarðu Philips Hue snjallperum mínum (THEN THAT helmingurinn af smáforritinu).

Ertu tilbúinn að byrja?
Við höfum tekið þetta í þeirri röð sem við teljum að flestir muni fara í að setja upp snjallheimili, en það er engin regla. Ef þú heldur að það sé forgangsatriði að setja upp snjall reykskynjara en ekki snjalllýsingu, ekkert mál!

Ef þú vilt fjárfesta í stjórnstöð sem dregur alla þessa hluti saman undir eitt notendaviðmót, vertu þá bara bara viss um að öll tæki sem þú kaupir muni virka með einni stjórnstöð:
Ef það er raunin þá mælum við með Samsung SmartThings sem getur stýrt tækjum frá þriðja aðila. Margt af því sem er ódýrt og þú sérð fyrst þegar þú ferð að versla mun ekki virka með þessu. Vefsíður framleiðenda stjórnstöðvanna eru með upplýsingar um hvaða tæki hver og ein getur stutt.

Með því að passa vel upp á þetta þegar þú kaupir snjalllausnir í dag muntu hámarka verðmæti fyrstu kaupa á búnaði til að gera þitt heimili snjallt.

Nýjustu greinarnar

Samsung Terrace útisjónvarp og útihljóðstöng.

Samsung Terrace. Hvenær kemur það á klakann?

Virkar þráðlausa netið illa? Við getum hjálpað.

Margir hafa lent í veseni með netið heima nú þegar vinna þarf heima. Þegar allir á heimilinu eru...

Google Nest Hub Max, stóri snjallhátalarinn sem sér allt

Flottur í útliti og frábær í notkun.... Þegar maður er heima meira en venjulega eins og akkurat núna...

Snjallheimilið— hvar á ég að byrja?

Langar þig að gera þitt heimili að snjallheimili? Ein leið til að byggja upp snjallheimili er að kaupa...

Similar articles

Fá fréttabréf og tilboð