5.7 C
Reykjavik
Þriðjudagur, 22 júní, 2021

Samsung Terrace útisjónvarp og útihljóðstöng.

Samsung kynnir 4K sjónvarp sem kallast Verönd ( Terrace ) og er ætlað til notkunnar utanhúss.

Það er IP55 vatns- og rykþolið og verður nógu bjart til að virka í beinu sólarljósi

Samsung er ráðandi þegar kemur að markaðshlutdeild sjónvarpa til einkaaðila og nú vill fyrirtækið selja þér sjónvarp á pallinn eða veröndina.  Í dag kynnti Samsung Terrace ( Verönd ), nýjasta sjónvarpið í „lífsstíls“ línu sinni sem inniheldur Serif, Frame og Sero.  Verönd er hönnuð til notkunar utanhúss: það er IP55 vatns- og rykþolið og skjárinn getur farið  upp í 2000 nits birtu til að hægt sé að horfa á allt, jafnvel þegar sólin skín beint á skjáinn.

Ef þú veist ekki hvernig venjuleg sjónvörp virka utanhúss getur verðið á tækinu komið á óvart. 

55 tommu tækið er á $ 3.455 í USA, 65 tommur er á $ 4.999, og 75 tommu sjónvarpið er á $ 6.499. Það er verulega hærra verð miðað við það sem þú borgar fyrir venjuleg QLED 4K sjónvarp og jafnvel nokkrar 8K gerðir.  Sjónvörp frá fyrirtækjum eins og SunBriteTV sem er brautryðjandi á þessum markaði eru dýrari en Samsung. Útitæki eru í eðli sínu dýr, og er það vegna veðurþéttingar og annara tæknilegra þátta.

Samsung bendir á að þrátt fyrir að tækið sé sterkbyggt er Terrace fallega hannað með grannan ramma og 59 millimetra dýpt.  Það er líka innbyggt HDBaseT og Samsung segir að Terrace „þurfi aðeins rafmagnsinnstungu og festingu“ til að komast af stað.  (HDBaseT getur sent 4K vídeó, hljóð og rafmagn um sömu snúruna um langa leið og þess vegna hentar það utanhúss.)

Frábær uppstilling á Terrace og þú missir ekki af neinu þegar þú ert að grilla

The Terrace er með 3 HDMI port, LAN port, Toslink optical audio output, og USB port. Samsung, vill að notendur noti þráðlaust net.  Þeir sem setja svona upp eru líklegir til að vilja nota HDBaseT, sem er staðall fyrir UHD video, hljóð, ethernet, fjarstýringarmerki, og allt að 100 wött af rafmagni á einum og sama kaplinum — CAT6— Eins og það sé ekki nóg heldur er hægt að nota allt á 100 metra snúru til að flytja allt þetta.

The Terrace notar Samsung Tizen smart TV stýrikerfið, sem þýðir að þú getur sett inn öpp frá aðilum eins og Netflix, Amazon, Hulu, Disney+, and Apple TV+. Tizen er líka með Samsung TV Plus, nýja þjónustu sem þeir bjóða í nokkrum löndum með allt að 120 fríum stöðvum.

Sala á The Terrace er þegar hafin í Bandaríkjunum og Kanada og kemur til Þýskalands, Ástralíu, Nýja-Sjálands og fleiri svæða síðar á þessu ári.  Til viðbótar við „venjulega“ útgáfu segir Samsung að það sé einnig að skipuleggja „Professional“ útgáfu sem mun koma síðar á árinu 2020.

Tókstu eftir hljóðstönginni undir sjónvarpinu á myndum Samsung?  Til að redda hjóðinu úr Terrace er Samsung að kynna Terrace Soundbar.  Það er einnig hannað með IP55 staðlinum og má vera úti.  Það er með tækni til að þola ryk og vatn og segja Samsung menn að það sé með „öflugu og skörpu hljóði fyrir frábæra upplifun í heimabíóleikhúsinu.

Nýjustu greinarnar

Samsung Terrace útisjónvarp og útihljóðstöng.

Samsung Terrace. Hvenær kemur það á klakann?

Virkar þráðlausa netið illa? Við getum hjálpað.

Margir hafa lent í veseni með netið heima nú þegar vinna þarf heima. Þegar allir á heimilinu eru...

Google Nest Hub Max, stóri snjallhátalarinn sem sér allt

Flottur í útliti og frábær í notkun.... Þegar maður er heima meira en venjulega eins og akkurat núna...

Snjallheimilið— hvar á ég að byrja?

Langar þig að gera þitt heimili að snjallheimili? Ein leið til að byggja upp snjallheimili er að kaupa...

Similar articles

Fá fréttabréf og tilboð