Risarnir tala ekki sama málið. En það breytist núna.

0
293

Verkefnið Connected Home over IP (CHIP) er að vinna að samskiptastaðli til að samræma betur hvernig tæki snjallheimila tala saman. Alexa, má ég kynna Siri og Google Assistant? Amazon, Apple og Google eru með, og lofar þetta bandalag góðu fyrir viðskiptavini.

Verkefnið (Chip) er að búa til samræðuvettvang til að skila betri samhæfni milli allra snjalltækja.

Hundruðir snjalltækja berjast um athygli okkar þessa dagana, þar á meðal raddstýrðir hátalarar, ljós og önnur tæki sem eiga að spara okkur sporin. En því miður er það oft meiri draumur en raunveruleiki. Það er að hluta til vegna þess að þessi snjalltæki eru sjaldan samhæfð við hvert annað og það skilur bæði okkur og framleiðendur eftir í mjög erfiðum aðstæðum.

Margir framleiðendur af raddstýringum og snjallhátölurum

Til dæmis getum við nefnt snjallljós sem eru hönnuð  til notkunar með Siri frá Apple og öryggis myndavél sem virkar með Alexu frá AMAZON og ryksugu sem bara virkar með sínu eigin appi. Hvert tæki krefst eigin forrita eða appa, mismunandi tegunda farsíma og það er bara ekki mjög verksparandi að vera endalaust að skipta á milli appa eða síma. Neytendur hafa tilhneigingu til að velja eina tegund – Alexu, Siri eða Google Assistant, sem eru þrír stærstu aðilarnir í raddatækni sem vilja athygli okkar. Það er líka erfitt og dýrt fyrir framleiðendur að styðja við marga mismunandi samkeppnisaðila þegar þeir þróa sín snjalltæki.

Það gæti þó breyst, ef þessi nýji samráðsvettvangur gengur upp. Verkefnið er kallað  “Project Connected Home over IP” eða CHIP og er markmiðið að “þróa, kynna og innleiða ókeypis samskiptamáta til að auka samhæfingu milli snjalltækja”

Þetta í raun þýðir að framleiðendur geti byggt upp snjalltæki sem vinna með öllum þremur helstu raddstýringunum frá Amazon, Apple og Google.

CHIP vefsíðan staðfestir þetta markmið, þar sem fram kemur að “Viðskiptavinir geti verið vissir um að snjalltæki þeirra… muni virka á heimili þeirra og þeir muni geta stillt þau og stjórnað með raddstýringu að eigin vali”

Þetta þýðir auðvitað að verkefnið CHIP hafi náð því sem áður var óhugsandi að koma saman Amazon, Apple og Google í samstarf. Það er kannski að hluta til vegna áhrifa fjórða lykilaðila í þessum hópi  eða hinu svokallaða – Zigbee bandalagi.

ZIGBEE ALLIANCE er samstarf um samskipti og virðist vera að verða staðallinn sem allir nota.

Zigbee er minna þekkt en Alexa, Siri og Google, en 2,4GHz þráðlausa tæknin (WIFI) var fundin upp frá fyrri tilraun þessara aðila til að skapa staðal fyrir Internet Of Things (IOT).

ZigBee hefur stuðning frá nokkrum framleiðendum snjalltækja, þar á meðal Samsung með  Smarthings, Signify (Philips Hue), og meira að segja IKEA.  CHIP verkefnið er því tilraun til að koma að þremur stærstu aðilunum að borðinu til þess að skapa neytendavænann staðal sem hefur stuðning allra stærstu tæknirisanna á markaðnum.

Þess má einnig geta í lokin að IKEA fjárfesti í einum stærsta framleiðanda Zigbee búnaðar í Kína fyrir stórar upphæðir og því er ljóst að þeir ætla sér að vera með “stóru strákunum” í þessu.