17.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur, 29 júlí, 2021

Nýtt Apple TV4K kynnt og verður fáanlegt í maí 2021

Kynning Apple á APPLE TV 4K

Apple kynnti uppfærslu Apple TV 4K sem hefur verið óbreytt frá 2017 í vikunni.

Nú er spurningin: Er þetta nógu mikil breyting til að það borgi sig að uppfæra úr gamla í nýja?

Augljósasta breytingin er að það er ný fjarstýring sem eykur notagildið töluvert. Þessi fjarstýring er hvít með mun meira notagildi þar sem stefnuvirkur snertiflötur er kominn, takki fyrir SIRI á hliðinni og takki til að kveikja og slökkva á sjónvarpinu.

Bestu fréttirnar eru þær að fjarstýringin gengur við öll eldri Apple TV 4, bæði 4K og 4. Fjarstýringin mun verða seld sér þannig að ef þú ert ekki alveg að missa þig yfir þessum nýju möguleikum sem tilteknir eru hér að neðan þá kannski er nóg að kaupa nýja fjarstýringu.

Útlitsbreyting á svarta kassanum er engin.

Apple TV 4K Nýtt útlit og ný fjarstýring.

Nokkrir nýjir hlutir eru þó inni í boxinu.
Nýr örgjörvi sem Apple smíða sjálfir A12 Bionic sem er mun betur búinn til að nýta nýjustu þjónustur Apple, svo sem Apple TV Plús þjónustuna og Apple Arcade leikjaforritaþjónustuna .

Nú er HDR stuðningurinn í bestu mögulegum gæðum og þú getur stillt litaupplausn sjónvarpsins þannig að hún verði sem best með að nota Iphone skynjara (Ef þú átt Iphone) til að fínstilla litina miðað við getu sjónvarpsins til að sýna liti.

Nýtt þráðlaust net WIFI 6 og stuðningur fyrir HDR straum gegnum Airplay frá Iphone síma eru líka breytingar frá eldri útgáfu. Það þýðir að þú streymir úr Iphone símanum í Apple TV 4K í fullum gæðum.

Það er líka stuðningur fyrir mynd í mynd frá streymisöppum og tengimöguleiki á myndavél og dyrabjöllu frá Apple Home Kit.

Leikjaappið, Apple Arcade styður nú nýjustu leikjafjarstýringarnar á markaðnum, Xbox Elite Series 2, Xbox Adaptive Controlers, Xbox Series X og DualSense fjarstýringu Playstation 5.

Einnig styður nýja boxið marga profila, þannig að mismunandi heimilismenn geta verið með sína eigin uppsetningu eins og við þekkjum frá Netflix og mörgum öðrum góðum öppum.


Við munum bjóða bæði sett og lausar fjarstýringar til sölu þegar þetta kemur út, en það verður ekki fyrr en í lok maí 2021.

Nýjustu greinarnar

Samsung Terrace útisjónvarp og útihljóðstöng.

Samsung Terrace. Hvenær kemur það á klakann?

Virkar þráðlausa netið illa? Við getum hjálpað.

Margir hafa lent í veseni með netið heima nú þegar vinna þarf heima. Þegar allir á heimilinu eru...

Google Nest Hub Max, stóri snjallhátalarinn sem sér allt

Flottur í útliti og frábær í notkun.... Þegar maður er heima meira en venjulega eins og akkurat núna...

Snjallheimilið— hvar á ég að byrja?

Langar þig að gera þitt heimili að snjallheimili? Ein leið til að byggja upp snjallheimili er að kaupa...

Similar articles

Fá fréttabréf og tilboð