5.1 C
Reykjavik
Fimmtudagur, 13 maí, 2021

Mesh tæknin og WIFI beinar.

“ÉG VIL BARA MITT NET OG EKKERT KJAFTÆÐI”

Því miður þá eru sölumenn símafyrirtækjanna að búa til tekjur með því að leigja lausnir sem eru ekki þær bestu á markaðnum

Í dag eru WIFI tengingarnar orðnar það góðar að óþarft er að leggja Cat snúrur (tölvusnúrur) út um allt.  Mesh tæknin er orðin það góð að eigir þú þannig tæki getur þú verið með sama WIFI net í öllu húsinu óháð stærð í fermetrum eða gerð veggja.
Við höfum sérhæft okkur í því að setja upp svona tæki og prufað þau flest.

Þeir framleiðendur sem sérhæfa sig í þessum tækjum eru helst Google, Linksys, D-link og Netgear.  Google eru lang stærstir en hafa sína kosti og galla eins og allar vörur. 
Við seljum allar þessar vörur í netversluninni okkar og getum veitt ráðleggingar og komið í heimsókn.

Linksys er í eigu CISCO sem löngum hafa þótt brautriðjendur í netmálum fyrirtækja.

Til að skýra aðeins hvernig þetta virkar þá er það þannig að þessum boxum er komið fyrir á nokkrum stöðum í húsinu.  Einn getur þjónað sem netbeinir og verður að tengjast við netbeini símafyrirtækisins eða ljósbreitu til að fá nettenginguna.  Hinir þurfa bara rafmagn og tala saman þráðlaust sín á milli.
Ef þú notar þessi box sem netbeini við ljósbreitu getur þú skilað leigubeini beint til símafyrirtækjanna og sparað leigu.  Þessir MESH beinar eru aðeins dýrari en venjulegir beinar, en hafa ber í huga að þú sparar leigu sem nemur allt að 24000 á ári ef þú skilar inn leigubeinum til símafyrirtækjanna og þú ert í raun með mun stöðugara net en áður.

Aukaboxin eru þráðlaus og tala sín á milli og tryggja að þú sért alltaf með nettengingu við sterkasta merkið óháð staðsetningu í húsinu, en þó sama netið og þeir færa þig á milli sjálfkrafa.  Þú þarft ekki lengur að vera með mörg net í húsinu og þarft þá ekki að skipta handvirkt á milli til að fá þráðlaust net til að virka þegar þú gengur um húsið.

Hér til hliðar eru tvö hús og skýra svolítið betur hvað er í gangi.  Bláa húsið er með MESH box og net um allt.  Græna húsið er með net á þremur stöðum en stigagangurinn er ekki með neinu neti.

Kosturinn við þetta MESH net er að ef þú býrð í húsi þar sem eru þykkir veggir eða húsið mjög stórt á mörgum hæðum þá getur þú alltaf bætt við boxum.  Þú ert ekki bundin af því að nota 3 box, þú getur keypt eitt box og bætt svo við eins mörgum og þú þarft án þess að vera með endalaust vesen að skipta á milli neta eða endursetja boxin þegar þau detta út.

Þetta kerfi er að miklu leiti sjálfvirkt og þú getur með appi endursett allt í einu ef eitthvað vesen kemur upp, í staðinn fyrir að flakka endalaust á milli tækja eða hæða.

MESH beinarnir eru að senda merki bæði á 2.4 og 5 Ghz en eru samt bara með eitt netnafn og því velur boxið hvaða tíðni er best fyrir þig miðað við staðsetningu. 
Allir beinar frá símafyrirtækjunum eru með tvö net uppsett á routerunum og þarf að skipta handvirkt þar á milli.  5Ghz er t.d. mjög hratt net, en drífur illa í gegnum þykka veggi eða yfir stórt svæði á meðan að 2.4 er stöðugara og langdrægara. 
Með MESH beini þarft þú ekki að hugsa um þetta lengur, enda á það að vera í verkahring tækjanna að hugsa fyrir þessu og þú átt ekki að þurfa að setja þig inn í tæknimál sem hvort sem er uppfærast daglega í stórum og hröðum heimi.  Þú vilt bara þitt net og ekkert kjaftæði og við skiljum það.

Í netversluninni er hægt að kaupa MESH pakka og bæta við uppsetningu frá tæknimönnum okkar.  Þú velur tækin sjálfur, en getur einnig bókað heimsókn ef þú vilt að við skoðum aðstæður til að meta hversu stórt kerfi þú þarft.

Nýjustu greinarnar

Samsung Terrace útisjónvarp og útihljóðstöng.

Samsung Terrace. Hvenær kemur það á klakann?

Virkar þráðlausa netið illa? Við getum hjálpað.

Margir hafa lent í veseni með netið heima nú þegar vinna þarf heima. Þegar allir á heimilinu eru...

Google Nest Hub Max, stóri snjallhátalarinn sem sér allt

Flottur í útliti og frábær í notkun.... Þegar maður er heima meira en venjulega eins og akkurat núna...

Snjallheimilið— hvar á ég að byrja?

Langar þig að gera þitt heimili að snjallheimili? Ein leið til að byggja upp snjallheimili er að kaupa...

Similar articles

Fá fréttabréf og tilboð