14.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur, 29 júlí, 2021

Fyrsta kynslóð Philips Hue Bridge hættir að virka 30. apríl 2020.

Snjalltækjabúnaður lifir ekki að eilífu eins og við vitum, og nú er kominn tími til að kveðja upprunalegu, 1. kynslóð Philips Hue Bridge sem hleypt var af stokkunum árið 2012 – tækið tapar internettengingu 30. apríl.

Hue Version 1.

Það mun samt virka að því leyti að það mun stjórna ljósunum þínum í gegnum eldra Hue appið. Hins vegar munt þú ekki fá neinar framtíðaruppfærslur á hugbúnaði og slökkt verður á samþættingu við Amazon Alexa og Google Assistant.

Philips Hue mælir með því að viðskiptavinir uppfæri sig í 2. kynslóð Bridge fyrst var framleidd árið 2015, sem mun halda áfram að virka og mun gera það áfram í nánustu framtíð.

Hue Bridge version 2 virkar áfram…

Ef þú ert ekki alveg með á hreinu hver munurinn á þessu tvennu er, þá er v1 brúin hringlaga en v2 brúin er rétthyrnd. Bæði boxin stjórna Philips Hue ljósum á heimilum.

Í samtölum við starfsmann Signify (sem á Philips Hue), kom fram: „Hue brú v1 hefur ekki lengur tækni til að tryggja þróun kerfisins – frá merkjastyrk og gæðum, til hraða og öryggis – þess vegna ákváðum við að hætta stuðning við hana. “

Góðu fréttirnar eru þær að það eru engar áætlanir um nýja og uppfærða Bridge v2 ennþá, þannig að útgáfa 2 af stjórnbúnaðinum ætti að vera góð í nokkur ár að minnsta kosti. Við höfum einnig nýlega séð Philips Hue ljósaperur sem þurfa alls ekki brú.

Með tækni á fleygiferð sem er pakkað inn í tæki okkar er óhjákvæmilegt að þessir hlutir muni koma upp aftur og aftur – (sjá einnig Sonos) – en átta ára stuðningur við vöru virðist vera fínn tími.

Fleiri Philips Hue snjalljós gætu verið á leiðinni snemma árs 2020

Nýjustu greinarnar

Samsung Terrace útisjónvarp og útihljóðstöng.

Samsung Terrace. Hvenær kemur það á klakann?

Virkar þráðlausa netið illa? Við getum hjálpað.

Margir hafa lent í veseni með netið heima nú þegar vinna þarf heima. Þegar allir á heimilinu eru...

Google Nest Hub Max, stóri snjallhátalarinn sem sér allt

Flottur í útliti og frábær í notkun.... Þegar maður er heima meira en venjulega eins og akkurat núna...

Snjallheimilið— hvar á ég að byrja?

Langar þig að gera þitt heimili að snjallheimili? Ein leið til að byggja upp snjallheimili er að kaupa...

Similar articles

Fá fréttabréf og tilboð