8.7 C
Reykjavik
Þriðjudagur, 22 júní, 2021

Google Nest Hub Max, stóri snjallhátalarinn sem sér allt

Flottur í útliti og frábær í notkun….

Þegar maður er heima meira en venjulega eins og akkurat núna út af ástandinu í heiminum, þá fattar maður að Google snjallhátalararnir eru ekki vitlaus hugmynd. Núna er ég með nýja snjallhátalarann frá Google 10 tommu skjá með hátalara, Ég hef verið að tala við Google snjallhátalarann í fjóra mánuði í gegnum 10 tommu snjallskjá Google, Nest Hub Max. Hann er eins og Google Home hátalararnir en með skjá.

Þetta er ekki fyrsti snjallskjár Google – það var 7 tommu Nest hub – en þessi er sá fyrsti með myndavél. Það opnar á mikla möguleika allt frá því að nota hann sem öryggismyndavél til að hringja myndsímtöl, svona fyrir þá sem eru í einangrun. Þessari vöru er beint gegn Echo Show, annarri útgáfu frá Amazon. (Meira að segja svipað verð!)

Ég ætla ekki að orðlengja þetta mikið: Ég held að Google Nest Hub Max sé snjallari en sambærileg vara frá Amazon. Mér finnst þó að það séu nokkur augnablik þar sem þessi snjalli skjár gengur ekki nógu langt í því að vera eins gagnlegur og hann getur verið á heimilinu, sérstaklega miðað við tvöföldun á verði miðað við eldra systkini hans, 7 tommu skjáinn.

Auka skjár á heimilinu
Snjallhátalarar virka best með skjá. Þar sagði ég það. Ef það virðist andstætt því sem vísindaskáldsögur lofuðu okkur, þá væri það ekki í fyrsta skipti. Það er auðvelt að kalla fram matreiðsluleiðbeiningar á YouTube á Nest Hub Max sem er í eldhúsinu eða spjalla við vini eða fjölskyldumeðlimi á meða þú mixar þér snarl. Þú ert reyndar neyddur til að nota Google Duo fyrir myndsímtöl,(ekki facetime eða facebook spjallið) en allir sem eru með Nest Hub eða Duo appið í Android eða iOS tækinu sínu (eða á vefnum!) Geta verið með.

10 tommu skjárinn (með 1280 x 800 upplausn) gerir Hub Max strax betri en 7 tommu Nest Hub sem er bara of lítill fyrir eldhúsið eða stofuna. (Sá minni hentar betur í svefnherberginu þar sem það er engin myndavél.)

Það hjálpar líka að Hub Max er með miklu betri hátalara. WIRED blaðamennirnir Jeffrey Van Camp og Parker Hall nefndu Nest Hub Max sem uppáhalds snjallskjáinn sinn til að hlusta á tónlist og sögðu að 2 x 18 mm 10-watta tweeterar og 75 mm 30 watta bassahátalarinn undir skjánum muni aldrei jafnast á við hljóðstöng eða multiroom hátalara í hljómgæðum, en fyrir innbyggðan hátalara eru þeir fínir.

Einstakur eiginleiki Nest Hub Max er að hann er eini handstýrði skjárinn á markaðnum. Þú þarft bara að rétta upp hönd eins og þú sért að segja einhverjum að stoppa til að stoppa niðurteljara, vekjaraklukku eða til að gera hlé á myndbandi eða tónlist. Myndavélin þekkir þetta látbragð (svo framarlega sem þú ert tiltölulega nálægt), sem hjálpar mjög þegar hendur þínar eru þaktar hveiti eða blautar við uppvask. Ég yrði ekki hissa á að sjá Echo Show herma eftir þessu eins fljótt og auðið er, en hver sem útfærir það næst, myndi ég vilja sjá fleiri bendingar. Það er svo margt fleira sem þú getur gert með svipuðum handa hreyfingum í Pixel 4 símum Google, en ég held að mörgum þeirra skipana væri betur borgið á snjallskjá.

Þegar þú þarft að snerta skjáinn er viðmótið hratt og einfalt. Google leggur til leiðir um leið og þú ert að setja upp græjuna, en ef þú vilt ekki fara eftir þeim þá hverfa þær og koma ekki aftur. Mér líkar þetta. Eitt stærsta vandamálið með Echo Show er hvernig Amazon reynir stöðugt að veiða þig til að prufa eitthvað eða kaupa eitthvað með borða sem er neðst á skjánum og þú getur aldrei slökkt bara á því eða falið það.

Allt að sex manns á heimilinu geta sett upp sitt viðmót með andlits- og raddþekkingu. Þú segir: “Hey Google, hversu langan tíma mun það taka mig að komast í vinnuna í dag?” eða “OK Google, á ég fundi í dag?” Og Hub Max gefur þér svör sem aðeins eiga við þig eða þann sem talar. Hvað varðar snjallhátalarann sem gefur þessi svör, þá tekur Google upp það sem þú segir nákvæmar en Alexa. Vissulega er ég með frekar venjulegt eldhús en ekki risa framleiðslueldhús á 5 hæðum, en ég þurfti aldrei að endurtaka mig eða hrópa þegar ég talaði við Hub Max, jafnvel ekki þegar ég var í öðru herbergi.

Fyrir utan að hafa stjórn á snjalltækjum heima eru “venjur” einn af uppáhalds hlutunum mínum við notkun Hub Max. (Það virkar líka á hvaða tæki sem er hjá Google.) Ef ég segi „Good morning,“ þá fer hátalarinn af stað með veðurspá dagsins, segir mér hvort ég á fundi eða áminningar fyrir daginn og les helstu fyrirsagnir í fréttum sem ég gæti viljað heyra. Þú getur blandað saman, valið sjálfur, bætt við og slökkt á venjum og búið til þínar eigin morgunvenjur.

En þar sem snjallhátalarar Google ná ekki eru samskipti við forrit og dót frá þriðja aðila. Google læsir á þig fyrir fleiri forritum en Amazon. Þú getur hlustað á Spotify eða Pandora, til dæmis, en ekki Apple Music. Og þó að alltaf sé frábært aðgengi að Google dagatalinu, þá geturðu ekki notað dagatal Apple og áminningar (ólíkt Echo Show, þar sem þessi þjónusta er studd). Það er svolítið svekkjandi ef þú ert ekki allur í Android eða Google, sem er einmitt það sem fyrirtækið vill.

Þú hugsar kannski ekki um Hub Max sem öryggistæki, en Google er að kynna myndavélina sem leið til að fylgjast með heimilinu þegar þú ert í burtu – ganga svo langt að bjóða þér við að gerast áskrifandi að Nest Aware þjónustu sinni ef þú vilt geyma myndskeið í skýinu hjá Nest. Vandamálið er að það skortir nokkrar grunnaðgerðir sem þú getur fundið ódýrustu Wyze öryggismyndavélunum sem kosta 25 dollara.

Til dæmis er frábært að myndavélin býður upp á 127 gráðu sjónsvið svo hún geti náð flestum herbergjum, en hún býður ekki upp á nætursjón, ólíkt Nest öryggismyndavélum fyrir inni eða útinotkun (eða flestum öryggismyndavélum). Það er heldur enginn hleri (plastlok) fyrir myndavélina (friðhelgi einkalífs), eitthvað sem er í boði á Echo Show Amazon.

Það er rofi aftan á sem slekkur á hljóðnemanum og myndavélinni, en þú getur ekki slökkt á öðru óháð hinu. Þegar þú kveikir aftur á henni er erfitt að sjá í fjarlægð að örugglega sé slökkt á myndavélinni. LED ljósið og táknið á skjánum eru ekki eins áberandi og það ætti að vera. Margir treysta ekki Google. Ég treysti ekki Google eða hinum stóru strákunum á þessum markaði. Hvern dag sem Max var í gangi hjá mér, vildi ég hafa lok fyrir myndavélina.

Þú getur streymt mynd frá Hub Max án þess að gerast áskrifandi og gæðin eru fín en það vistar ekki myndskeið, svo þetta nýtist illa sem öryggismyndavél án áskriftar. (Þú getur samt fengið hreyfingarviðvaranir.) Þú færð ókeypis 30 daga prufu þegar þú kaupir Hub Max, en eftir það þarftu að borga $ 5 á mánuði ($ 50 á ári) fyrir að geyma 5 daga upptökur, $ 10 á mánuði ($ 100 á ári) í 10 daga upptökur, eða $ 30 á mánuði ($ 300 á ári) fyrir 30 daga upptökur.

Ef þú ert ekki með öryggismyndavél heima hjá þér og þú staðsetur Nest Hub Max á besta stað fyrir upptöku, þá gæti verið vert að velja ódýrasta áskriftarmöguleikann. Annars er góð hugmynd að kaupa sér öryggismyndavél. Þú getur jafnvel streymt lifandi myndefni frá studdum myndavélum á Hub Max.

Stjórn á gögnum þínum
Áður en þú kaupir snjallhátalara frá þessum framleiðendum, mundu að því meira sem þú notar þessi tæki, því fleiri og meiri gögn fá fyrirtæki eins og Google og Amazon um þig. Það fyrsta sem þarf að gera eftir að hafa fengið Nest Hub Max er að fara inn í Google Home forritið í símanum og laga persónuverndarstillingar fyrir reikninginn þinn. Það eru ekki margar stillingar sem eru sérstaklega tengdir Hub Max, en þú getur (og ættir) að fara í gegnum þær línu fyrir línu og ákveða hvort þú viljir slökkva á stillingum eins og „Taka upp YouTube sögu“ og „Vista vefferil.“

Til að eyða því sem þú hefur sagt við Hub Max, geturðu líka sagt „Eyða öllu sem ég sagði í vikunni“ til að hreinsa skyndiminnið og kökurnar undanfarna sjö daga og spyrja um skýringar á hlutunum eins og „Hvernig eru persónuverndarstillingarnar mínar? ” eða “Ertu að vista hljóðupptökurnar mínar?”

Eftir þessa fjóra mánuði er ég sífellt ánægðari með Hub Max heima hjá mér, sérstaklega núna þegar ég er fastur meira og minna allan sólarhringinn. 10 tommu skjárinn er besti eiginleiki hans, sérstaklega í eldhúsinu, þar sem hann einfaldur og auðvelt að fylgja brauðgerðarmyndböndum. Myndavélin næst besti eiginleikinn, en ef þetta heillar ekki, þá er ódýrari snjallskjárinn sá sem þú ættir að fá þér, eða einfaldari, skjálausir snjallhátalarar eins og Nest Mini.

Nýjustu greinarnar

Samsung Terrace útisjónvarp og útihljóðstöng.

Samsung Terrace. Hvenær kemur það á klakann?

Virkar þráðlausa netið illa? Við getum hjálpað.

Margir hafa lent í veseni með netið heima nú þegar vinna þarf heima. Þegar allir á heimilinu eru...

Google Nest Hub Max, stóri snjallhátalarinn sem sér allt

Flottur í útliti og frábær í notkun.... Þegar maður er heima meira en venjulega eins og akkurat núna...

Snjallheimilið— hvar á ég að byrja?

Langar þig að gera þitt heimili að snjallheimili? Ein leið til að byggja upp snjallheimili er að kaupa...

Similar articles

Fá fréttabréf og tilboð