Apple drepur Macbook Pro og Macbook Air. Ekki kaupa núna er ráðið.

0
0

Samkvæmt Forbes þá hefur dauðadómur verið kveðinn upp yfir Macbook Air og Macbook Pro. Ekki kaupa þessar tölvur núna.

Þessi grein er þýdd af okkur en upphaflegu greinina má lesa HÉR.

Í tilkynningu frá Apple í síðustu viku var sagt frá því að allar Macbook tölvur væru ekki í framleiðslu í þeirri mynd sem þær voru.

Í þessari viku drap Apple MacBook línuna sína án frekari fyrirvara.

Apple útskýrði það sem breytingu frá Intel en áhrifin eru þau sömu: Hvaða Intel MacBook Pro eða MacBook Air varðar. Ef þú kaupir núna þá verður ekki um neinar uppfærslur að ræða nema plástra. Það þýðir í raun að Apple Macbook tölvur eru “Dead in the water from now on”

Hér er eitt einfalt ráð: Ekki kaupa MacBook Air eða MacBook Pro að svo stöddu

Fólk sem veit mikið um Mac vélbúnað er að bjóða ráð líka. „Það er raunveruleg ástæða fyrir því að þú ættir ekki að falla í þá grifju að kaupa 1.500 dollara eða allt að 4.500 dollara nýjan Mac: Þú verður ekki þjónustaður.“ —PC World, 22. júní 2020

Gordon Mah Ung, ritstjóri PC World, bauð svipað ráð í vikunni: „Apple flytur frá Intel til ARM þýðir það að við ættum að hætta að kaupa Mac“

Og enn aðrir, þar á meðal Mac World: Þú ættir ekki að kaupa nýjan Mac núna (MacWorld).

Þetta er það sem Ung sagði: Setjum upp dæmi: Myndir þú kaupa Windows síma? Já ok, það virkar og síminn getur notað nokkur forrit en það er ekkert að fara að bætast þar við – og gangi þér vel að fá allan stuðning og þjónustu. Svona atburðarás er farin af stað fyrir Intel Mac-tölvur.

Ég spurði Ung frá PC World um umskipti Apple í A Series örgjörvana.

„Ég hef áhyggjur af því til lengri tíma – jafnvel þó að Apple hendi ekki Intel-byggðum Mac-vélum fyrir borð eins hratt og PowerPC Mac-tölvunum vegna hagræðingar, þá munu uppfærslur ekki verða auðveldar né hraðar þar sem þær munu verða í gegnum “Legacy Platform,“ sagði hann.

Það angrar mig líka hvað það er lítill hvati fyrir Apple að þjónusta í framtíðinni, þ.e.a.s. minni þörf að tryggja að örgjörvar Intel gangi vel og á skilvirkan hátt á macOS.

Ef ég keypti til dæmis, 13-tommu MacBook Pro 2020, þá væri alltaf sú kalda tilfinning að galli eða ofhitnun eða hægur gangur eða lélegur hugbúnaður væri vegna skorts á stuðningi og / eða fókus frá Apple.

Ég gæti haft rangt fyrir mér. En aftur gæti ég haft rétt fyrir mér. Sá vafi einn drepur viljan til að kaupa.

Að útiloka ófyrirséð vandamál við umbreytingu Mac til örgjörva Apple, hefur mikið að segja og skiptir máli ef keyptur er Intel-MacBook.

„Intel Mac verða brátt á þeim stað að vera við hliðina á PowerPC í Mac Repair Shop og gulna í sólinni ,“ sagði Ung.

Þangað til ég sá tilkynningu Apple á mánudaginn ætlaði ég að kaupa hágæða 2020 Core i7 MacBook Pro 13.

Ég bíð í staðinn eftir ARM Mac-tölvunum.