0.1 C
New York
Thursday, January 27, 2022

Buy now

spot_img

Netið hægt? Hvað á ég að gera?

Í þessu blessaða veirufári hefur fólk þurft að vinna mikið að heiman og þá er nauðsynlegt að hafa góða nettengingu.  Ekkert bendir betur til þess að þú þurfir að laga eitthvað þegar fundurinn er ekki að ganga hnökralaust.  Eftir að hafa farið inn á meira en 200 heimili þar sem þetta hefur verið vandamál er hægt að segja að við séum búnir að finna út hvað er í gangi.  Í öllum tilfellum er málið það að fólk er með netbeini frá sínu fjarskiptafyrirtæki.  Þetta eru nokkrar gerðir af ódýrustu netbeinum sem til eru á markaðnum og símafyrirtækin leigja þér fyrir mánaðarlega þóknun.

Netbeinar frá fjarskiptafyrirtækjunum ráða ekki við að margir séu að streyma á sama tíma.

Þegar þú kaupir þjónustu af fjarskiptafyrirtæki þá færðu í hendur afruglara og netbeini til að stinga í samband og kaupir svo hröðustu tengingu sem í boði er. Þegar heim er komið og þú búinn að hringa þrisvar í fjarskiptafyrirtækið og fá leiðbeiningar um hvernig þú eigir að fá þetta í gang og bíða á línunni slatta af mínútum eða hálftímum, þá kemur í ljós að þessi fíni hraði sem þú ert að borga fyrir er ekki til staðar.

Gömlu netbeinarnir sem eru í geymslunni eru ekki alveg að virka í dag.

Það sem er verst við þetta er að maður kemst ekki að því að þetta er ekki að virka fyrr en maður lendir í því að detta út af fundi eða allt er í hökkti og veseni.   Ástæðan fyrir þessu er sú að netbeinirinn sem þú fékkst frá fjarskiptafyrirtækinu þínu ber ekki að allir krakkarnir séu á youtube á sama tíma og þú ert með netfund.  Þessir netbeinar eru gerðir fyrir að sinna einu þungu verkefni í einu og ekki meira.  Þess vegna hefur lækningin falist í því að kaupa nýjan netbeini sem getur gert það sem þarf og nýtir allan hraðann sem þú ert að borga fyrir.

Við getum mælt með nokkrum gerðum af netbeinum sem eru einfaldir í uppsetningu og eru með app sem hægt er líka að stjórna skjátíma á einfaldan máta án þess að vera netsérfræðingur.

TP LINK AX línan hefur komið ótrúlega vel út.

Við mælum með tveimur gerðum af netbeinum það er frá TP LINK og LINKSYS.  Linksys eru í eigu Cisco sem er með stærstu framleiðendum af netkerfum í heiminum, alla vega einn sá virtasti.  Þeir netbeinar sem við mælum með eru með kerfi sem kallast MESH sem gerir það að verkum að sendarnir tala saman og tengja þig þeim sendi sem er með sterkasta merkið hverju sinni.  Þetta virkar líkt og GSM sendarnir.  Þú ert ekkert að hugsa neitt sérstaklega um það hvar næsti GSM sendir er, síminn og sendirinn tala saman og tengja þig þeim sendi sem hefur sterkasta merkið.  MESH kerfið gerir það sama. Yfirleitt eru þessir netbeinar seldir 3 saman og svo einn stakur.  Þetta gerir það að verkum að 3 saman er passlegt fyrir eitt heimili og ef þú ert með stórt hús á mörgum hæðum, getur þú alltaf bætt við stökum sendi, eða mörgum ef netið er ekki komið í fullkomið stand með 3 sendum.

Við viljum taka það fram að við erum ekki tengdir neinum framleiðanda og auglýsum aðeins þá vöru sem hefur reynst okkur best á þessum tíma sem við höfum verið að laga heimanet.

En hver er kostnaðurinn?

Kostnaðurinn er ekki svo mikill þegar upp er staðið. Vissulega kostar að kaupa sendana og að setja þá upp.  En ef þú skilar netbeininum til símafyrirtækisins þá greiðir þú enga leigu í staðinn.  Það er vissulega slatti upp í kostnaðinn.  Leiga á netbeini er oft í kringum 2000 krónur á mánuði og það gerir bara 24000 á ári.  Verðið á netbeinum er frá 40000 og aðeins norður fyrir það og því er það auðvelt reiknisdæmi að sjá að kaup á mikið betri græju borga sig upp á tveimur árum.  Ef við tölum svo um létti á heimilishaldi þar sem allir fá sinn skammt af neti án þess að pirrast eða þreytast þá er það oft vel þess virði eitt og sér.

Annars er þróun á þessum búnaði frekar fyrirsjáanleg og því er oft betra að kaupa aðeins dýrari, nýrri lausn til að lengja líftíma netbeinisins.  Ef við skoðum t.d. hver líftími svona netbeinis er þá eru þetta 2 til 3 ár sem netið er í topp málum og svo máttu bara henda græjunni og kaupa nýja því að þú ert kominn í bullandi hagnað eftir 1 frítt ár.  Þá er miðað við að netbeinirinn borgi sig upp á tveimur árum og þriðja árið er þá frítt.   Þetta er því engin spurning að drífa í þessu strax og laga geðheilsu heimilisins í leiðinni.

Linksys er í eigu Cisco sem er einn virtasti og stærsti framleiðandi netbúnaðar í heiminum.

Netbeinar dagsins í dag eru ekki lengur ljótir svartir kubbar sem blikka í gríð og erg, heldur bara vel hannaðir heimilishlutir sem skera sig ekkert mikið úr öðrum hlutum í hillu heimilisins.

Related Articles

Stay Connected

0FansLike
3,141FollowersFollow
0SubscribersSubscribe
- Advertisement -spot_img

Latest Articles